Plata Daníels Bjarnasonar komin út
PROCESSIONS, plata með verkum Daníels Bjarnasonar, kemur út í dag um allan heim á vegum plötufyrirtækisins Bedroom Community, en á plötunni er meðal annars píanókonsertinn Processions þar sem Víkingur Heiðar Ólafsson leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Fyrsti dómurinn um plötuna hefur þegar birst ytra, en það var í vefritinu The Silent Ballet, thesilentballet.com, sem fjallar helst um framúrstefnu- og tilraunatónlist. Segir meðal annars: „Bjarnason, sem er rétt orðinn þrítugur, nýtur þess að vera uppi á öld stafrænnar tækni því fyrir vikið er líklegt að hann lifi að sjá það að menn kunni að meta verk hans, ólíkt forverum hans í klassíkinni. Processions á það skilið að ryðja Daníel braut um heim allan; hún hljómar sem eldur og innsæi, tónlistarleg birtingarmynd skipulagðs bruna."
Við óskum Daníel til hamingju með plötuna en hann er einmitt að stjórna Sinfóníuhjómsveit Íslands á tónleikum nk. laugardag.
- Eldri frétt
- Næsta frétt