EN

11. febrúar 2010

Sinfóníuhjómsveitin í Laugardalslauginni

Bein útsending er frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í kvöld, fimmtudaginn, 11. febrúar,  í Laugardalslauginni. Rás 1. sendir út tónleikana og verður þeim útvarpað fyrir gesti sundlaugarinnar. Þetta er liður í dagskrá Vetrarborgar sem Reykjavíkurborg sendur fyrir og hefur nokkrum tónleikum verið útvarpað í lauginni við góðar undirtektir.  Á efnisskránni eru Carmina Burana, Bolero og Dansar frá Polovetsíu. Uppselt er á tónleikana en þeir sem vilja heyra þessi meistaraverk geta skellt sér í sund, nú eða bara kveikt á útvarpinu heima.