EN

19. febrúar 2010

Kvennó og FG á tónleikum

saeunnsello_listiDagurinn var tekinn snemma og spilaði Sinfóníuhjómsveitin fyrir 800 nemendur úr Kvennaskólanum og Fjölbrautarskólanum í Garðabæ.

Fluttur var Sellókonsert eftir Antonín Dvorák. Sellókonsertinn er sá vinsælasti sem saminn hefur verið fyrir hljóðfærið.

Einleikari á tónleikunum var Sæunn Þorsteinsdóttir sem lauk nýverið meistaragráðu frá Juilliard og vann til verðlauna í hinni virtu Naumburg-sellókeppni í New York. 
  
Sæunn hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir leik sinn að undanförnu og kom í fyrsta sinn fram sem einleikari með SÍ á tónleikum í gær þar sem hún flutti einmitt sama konsert.

Stjórnandi á tónleikunum var Susanna Mälkki. Af öllum þeim fjölda kvenna sem hafa lagt fyrir sig hljómsveitarstjórn á undanförnum áratugum er hún líklega sú sem mestrar virðingar nýtur á heimsvísu.

Í mars spilar Víkingur Heiðar með hljómsveitinni á tónleikum fyrir grunnskólanemendur.