Afmælisdagská á RÚV
Rás 1 blæs til veglegrar tónlistarveislu í tilefni 60 ára afmælis Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Föstudaginn 12. mars kl. 17:03 verður þátturinn Víðsjá helgaður sögu hljómsveitarinnar og ýmsu sem henni tengist. Þátturinn verður endurtekinn sunnudaginn 14. mars kl. 13:00
Sunnudagana 14. og 21. mars verða kynnt úrslit könnunar sem gerð var meðal meðlima Sinfóníuhljómsveitarinnar um eftirminnilegustu tónleika síðasta áratugar og verða leiknar hljóðritanir frá þeim tónleikum. Það verður spennandi að heyra hvað hljómsveitinni sjálfri þykir bera hæst, enda af nógu að taka.
Fimmtudaginn 18. mars sendir Rás 1 beint frá afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar. Beina útsendingin hefst kl. 19.00 með upphitun fyrir tónleikana þar sem ýmsir þeir sem tengst hafa hljómsveitinni í gegnum tíðina verða teknir tali.
- Eldri frétt
- Næsta frétt