EN

17. mars 2010

Súpufundur á undan Mahler

Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur og tónlistarstjóri SÍ heldur fræðandi og skemmtilegan fyrirlestur um verkin á afmælistónleikunum á súpufundi sem haldin er á Kaffitorginu í Safnaðarheimili Neskirkju kl. 18.00 á tónleikadag. 

Aðgangur er ókeypis - allir velkomnir.

Þeir sem vilja geta keypt ljúffenga súpu á aðeins 1.500 krónur.