Tónleikakynningar 3. & 10. febrúar
Vinafélag SÍ stendur fyrir tónleikakynningum í safnaðarheimili Neskirkju fimmtudaginn 3. febrúar og fimmtudaginn 10. febrúar kl. 18. Árni Heimir Ingólfsson tónlistarstjóri SÍ mun fjalla um verkin á efnisskrá tónleika kvöldsins. Hann rekur tilurð tónlistarinnar á áhugaverðan og aðgengilegan hátt með tóndæmum og frásögn.Kynningarnar njóta mikilla vinsælda meðal tónleikagesta og margir hafa á orði að þær séu ómissandi hluti af tónleikaupplifuninni. Hægt er að kaupa súpu og kaffi á undan kynningunni, sem lýkur um kl. 19.
Allir eru velkomnir.
Næstu kynningar eru:
24.02.11 » RÓMANTÍSKA SINFÓNÍAN
10.03.11 » RÚSSNESKA GOÐSÖGNIN- Eldri frétt
- Næsta frétt