Auglýsing SÍ tilnefnd til ÍMARK verðlauna
ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks, hefur tilnefnt auglýsingu Sinfóníuhljómsveitar Íslands til verðlauna í flokki prentauglýsinga.
Auglýsingin er hluti af herferð SÍ sem unnin var með auglýsingastofunni Jónsson og LeMack's.
Keppninni um Lúðurinn, Íslensku auglýsingaverðlaunin, er ætlað að vekja athygli á vel gerðum auglýsingum og auglýsingaefni og veita aðstandendum þess verðskuldaða athygli.
Markmiðið Íslensku auglýsingaverðlaunanna er að verðlauna þær auglýsingar sem skara fram úr á Íslandi og meta auglýsingar út frá tveimur forsendum: Hversu snjöll hugmyndin er og hversu vel hún er útfærð.
Verðlaunaafhending fer fram 4. mars 2011 á Íslenska markaðsdeginum og er haldin á Hilton Reykjavík Nordica.
- Eldri frétt
- Næsta frétt