Uppselt á opnunartónleika SÍ í Hörpu
Mikil eftirspurn var eftir miðum á vordagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu þegar sala hófst 1. mars. Uppselt er á opnunartónleika hljómsveitarinnar undir stjórn Vladimir Ashkenazy.
Einnig er stutt í að uppselt verði á tónleika þýska óperusöngvarans Jonasar Kaufman á Liatahátíð.
Enn er hægt að tryggja sér sæti á Mahler-veislu 28. maí þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur upp á 100 ára ártíð sinfóníusnillingsins Gustavs Mahler. Tónleikarnir verða helgaðir verkum hans. Camilla Tilling er ein frægasta sópransöngkona Norðurlanda um þessar mundir og syngur hér undir stjórn hins frábæra þýska stjórnanda, Markusar Poschner.
Vordagskráin er fjölbreytt og í júní eru tónleikar með dægurprelum 6. og 7. áratugarins auk þess sem Páll Óskar snýr aftur með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu.
- Eldri frétt
- Næsta frétt