Páll Óskar og Sinfó – Aukatónleikar í Hörpu
Nær uppselt er á þrenna tónleika Páls Óskar og Sinfó í Hörpu í júní. Vegna þessa gífurlega áhuga hefur verið ákveðið að bæta við tvennum aukatónleikum, miðvikudaginn 8. júní kl. 20.00 og laugardaginn 11. júní kl. 16.00.
Mikið álag var á miðasölukerfi Hörpu í dag enda seldust hátt í 4.500 miðar á nokkrum klukkustundum. Miði.is vinnur að því að efla miðasölukerfið áður en miðasala á ofangreinda tónleika fer af stað. Ráðgert er að það verði í næstu viku. Nánari tímasetning verður kynnt síðar.
Sinfóníuhljómsveit Íslands þakkar frábærar undirtektir síðustu daga og minnir á að enn eru til miðar á Mahler-veisluna með hinni stórkostlegu Camillu Tilling 28. maí og á aukatónleika með Sigríði Thorlacius og Sigurði Guðmundssyni þann 3. júní.
- Eldri frétt
- Næsta frétt