Prufuspil fyrir jólatónleikana
Það er árviss hefð að á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar fái ungur hljóðfæraleikari að leika einleik með hljómsveitinni. Stefnt er að því að halda prufuspil mánudaginn 23. maí nk. fyrir þá sem vilja leika einleik á tónleikunum í desember 2011. Umsækjendur þurfa að vera á grunnskólaaldri (fædd 1995 eða síðar), og þurfa á prufuspilinu að leika konsertþátt eða annað verk fyrir einleikara eða hljómsveit, ekki lengra en 6 mínútur. Sé einleikskaflinn lengri en 6 mínútur þarf að liggja fyrir tillaga að styttingu svo að kaflinn rúmist innan tímamarkanna.
Nemendur (eða kennarar þeirra) geta skráð sig í prufuspilið hjá Kristínu Sveinbjarnardóttur (kristin@sinfonia.is, s. 545 2502), eigi síðar en föstudaginn 13. maí.
Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar verða haldnir í Hörpu föstudaginn 16. og laugardaginn 17. desember 2011.
- Eldri frétt
- Næsta frétt