EN

1. apríl 2011

Opið fyrir umsóknir í Ungsveitina

Hljómsveitarnámskeið Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2011 mun standa frá laugardeginum 15. október til sunnudagsins 6. nóvember 2011.

Að þessu sinni mun verkefni hljómsveitarinnar vera hin stórbrotna sinfónía nr. 5 eftir Mahler. Svissneski hljómsveitarstjórinn Baldur Brönnimann mun stjórna námskeiðinu sem endar með tónleikum í Eldborg Hörpu, 6. nóvember kl. 14:00.

Baldur Brönnimann er tónleikagestum Sinfóníuhljómsveitar Íslands að góðu kunnur. Hann hefur stjórnað hljómsveitinni í þrígang við góðan orðstýr og lof gagnrýnenda. Brönnimann er aðalstjórnandi Þjóðarhljómsveitarinnar í Kólumbíu en auk þess er hann listrænn stjórnandi norska kammerhópsins BIT20 og starfar reglulega með hljómsveitum á borð við London Sinfonietta, Skosku kammerhljómsveitinni og Sinfóníuhljómsveit Lundúna. Brönnimann hefur unnið mikið með æskulýðshljómsveitum, m.a. í Skotlandi og Ástralíu og heldur meistaranámskeið víða um heim. Hann nam sjálfur við Tónlistarakademíuna í Basel og Royal Northern College of Music í Manchester þar sem hann lærði hjá Kent Nagano og Sir Edward Downes.

Prufuspil verða haldin fyrir öll hljóðfæri og munu þau fara fram 6.,14.og 15. júní.

Nemendur þurfa að sækja um í hljómsveitina, líka þeir sem spiluðu með síðast. Hægt verður að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu SÍ frá og með 4. apríl og er umsóknarfrestur til 1. maí. Umsækjendur fá síðan staðfestingu á að umsókn hafi verið móttekin. Prufuspilspartar verða sendir út til nemenda í tölvupósti með staðfestingu á umsókninni.

Lesa meira