EN

1. apríl 2019

Nýr diskur með sinfóníum eftir Gounod

Nýr geisladiskur þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur sinfóníur nr. 1 og 2 eftir franska tónskáldið Charles Gounod er kominn út. Hljóðritunin fór fram í Hörpu í maí 2018. Sinfóníur Gounods eru að margra dómi vanmetin meistaraverk en hann var eitt dáðasta tónskáld Frakklands á sinni tíð. Af verkum hans þekkja flestir í dag óperuna Fást og Ave Maria, laglínu sem hann samdi yfir hljómagang úr prelúdíu Bachs í C­dúr. Sinfóníurnar voru frumfluttar árin 1855 og 1856 og eru ásamt sinfóníu Bizets í C­dúr (sem einmitt var samin undir handleiðslu Gounods) taldar meðal fremstu sinfónía fransks tónskálds frá miðri 19. öld. Hljómsveitarstjóri á diskinum er Yan Pascal Tortelier, aðalstjórnandi Sinfóníu­hljómsveitar Íslands. 

Hér er hægt að panta diskinn á netinu.

Einnig má finna diskinn á Spotify-rás hljómsveitarinnar.