EN

24. apríl 2017

Nýr diskur með íslenskri hljómsveitartónlist

Nýr diskur með íslenskum hljómsveitarverkum í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands er kominn út. Útgáfufyrirtækið Sono Luminus annaðist upptökuna og Daníel Bjarnason, staðarlistamaður Sinfóníunnar, stjórnaði hljómsveitinni.

Á disknum Recurrence má heyra Dreaming eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Aequora eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur, BD eftir Hlyn A. Vilmarsson, Flow & Fusion eftir Þuríði Jónsdóttur og Emergence eftir Daníel Bjarnason, staðarlistamann SÍ, sem jafnframt er hljómsveitarstjóri. 

Mörg verkanna á disknum voru flutt af LA Philharmonic á tónlistarhátíðinni Reykjavík Festival sem nú stendur yfir fer í Walt Disney Hall og er tileinkuð íslenskri tónlist. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar er Daníel Bjarnason og Esa-Pekka Salonen.

Diskurinn er fáanlegur í verslunum Eymundssonar, Smekkleysu, 12 tónum og Epal í Hörpu.

Hlusta á Recurrence á Spotify: