EN

24. ágúst 2017

Nýr fiðlukonsert eftir Daníel Bjarnason

Frumfluttur af Fílharmóníusveit Los Angeles

Nýr fiðlukonsert eftir Daníel Bjarnason, staðarlistamann Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var frumfluttur af Fílharmóníusveit Los Angeles síðastliðinn þriðjudag. Finnski fiðluleikarinn Pekka Kuusisto frumflutti konsertinn og Gustavo Dudamel stjórnaði Fílharmóníusveitinni í Hollywood Bowl í Los Angeles. Fiðlukonsertinn var pantaður af Sinfóníuhljómsveit Íslands og Fílharmóníusveit Los Angeles. Daníel hefur verið með mörg járn í eldinum að undanförnu og stjórnaði Fílharmóníusveit Los Angeles á tónlistarhátíðinni Reykjavík Festival í haust og frumflutti sína fyrstu óperu, Brothers, hjá Dönsku óperunni í Tónlistarhúsinu í Árósum í síðustu viku.

Á næsta starfsári Sinfóníuhljómsveitar Íslands mun Daníel Bjarnason og fiðluleikarinn Pekka Kuuisto frumflytja konsertinn á Íslandi þar sem tónskáldið sjálft heldur um tónsprotann.