EN

10. mars 2017

Osmo Vänskä stjórnar tvennum tónleikum 16. og 17. mars

Osmo Vänskä, aðalgestastjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, stjórnar tvennum tónleikum hljómsveitarinnar 16. og 17. mars.

Fyrri tónleikarni 15. mars hefjast á Minea eftir finnska tónskáldið Kalevi Aho, næst hljómar Píanókonsert nr. 23 eftir Wolfgang Amadeus Mozart í flutningi Yevgeni Subdin og að lokum hljómar hin víðfræga sjöund sinfónía Beethovens í flutningi hljómsveitarinnar. 

Seinni tónleikarnir verða í Föstudagsröðinni og bera heitið Fiðrildi og Finnskir skógar. Tónleikarnir hefjast á einleiksverkinu Sept Papillons í flutningi Sæunnar Þorsteinsdóttur sellóleikara og síðan flytur hljómsveitin Sinfóníu nr. 2 eftir Jean Sibelius.
Osmo Vänskä er íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur. Hann var aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands árin 1993–96. Frá árinu 2010 hefur hann komið hingað til lands árlega og er það mat manna að hljómsveitin hljómi sjaldan betur en undir hans stjórn.