EN

25. janúar 2019

Ríflega 2.000 ungmenni á framhaldsskólatónleikum

Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð ríflega 2.000 framhaldsskólanemendum á tónleika í Eldborg í dag. Hljómsveitin lék sívinsæla svítu Leonards Bernstein úr West Side Story undir stjórn hinnar brasilísku Ligiu Amadio. 

Á hverju starfsári heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands fjölmarga skólatónleika þar sem nemendum, allt frá leikskólaaldri til framhaldsskólanema, er boðið að hlusta á vandaða dagskrá í tali og tónum. Á síðasta starfsári tók hljómsveitin á móti og heimsótti ríflega 16.500 skólabörn víðsegar á landinu.