EN

3. júní 2019

Safn einleikskonserta með Rut Ingólfsdóttur komið út

Út er kominn nýr safndiskur þar sem Rut Ingólfsdóttir leikur einleikskonserta með Sinfóníuhljómsveit Íslands í sjö öndvegisverkum fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Mozart, Bartók, Hindemith, Bruch, Vieuxtemps og Casella. Verkin voru flutt á árunum 1971–1986 og var í öllum tilvikum um að ræða frumflutning verkanna á Íslandi.

Diskurinn fæst í Smekkleysu á Skólavörðustíg og Epal Hörpu.