EN

25. ágúst 2019

Sinfónían hljóp til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu

Í tilefni af Maraþontónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Menningarnótt tóku hljóðfæraleikarar og starfsmenn hljómsveitarinnar sig saman og fjölmenntu í Reykjavíkurmaraþonið fyrr um daginn. Samtals tóku um 30 starfsmenn þátt sem hlupu samtals 350 km og söfnuðu 249.000 kr. til styrktar Hugarafli. Góðgerðarfélagið Hugarafl vinnur m.a. að því að uppræta fordóma tengda geðheilbrigðismálum í íslensku samfélagi en hljómsveitin hefur átt gott samstarf við samtökin síðustu misseri. 

Hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveitinni glöddu einnig hlaupara í maraþoninu með hljóðfæraleik á hliðarlínunni við Hörpu kl. 9 og í Bankastræti kl. 10.