EN

16. apríl 2021

Sinfónían og Þjóðleikhúsið unnu Lúðurinn

Þjóðleikhúsið og Sinfóníuhljómsveit Íslands unnu Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin sem haldin voru í kvöld, í flokknum samfélagsmiðla fyrir myndbandið „Við hlökkum svo til".

 


Þjóðleikhúsið og Sinfóníuhljómsveit Íslands leiddu saman hesta sína síðustu jól og hljóðrituðu þessa nýja útgáfu af laginu „Ég hlakka svo til“ við texta Jónas Friðriks Guðnasonar, í nýrri útsetningu Hrafnkels Orra Egilssonar sellóleikara undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar hljómsveitarstjóra. Auk þess var tekið upp glæsilegt myndband þar sem listamenn beggja stofnana koma fram, en leikstjóri myndbandins var Jón Þorgeir Kristjánsson.  Upptökur fóru fram í Hörpu og Þjóðleikhúsinu þar sem listamennirnir komu einir eða í litlum hópum og tóku sinn hluta upp í samræmi við gildandi takmarkanir. Verkefnið er alfarið unnið af starfsfólki þessara stofnana.