EN

15. mars 2017

Tilnefnd til FÍT-verðlaunanna

 

Hin ár­legu FÍT-verðlaun, sem veitt eru af Fé­lagi ís­lenskra teikn­ara, verða af­hent 22. mars næstkomandi. Verðlaun­in eru veitt fyr­ir þau verk sem sköruðu fram úr á sviði graf­ískr­ar hönn­un­ar og myndskreyt­ing­ar á liðnu ári. Kynningarefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands er tilnefnd til FÍT-verðlaunanna í þremur flokkum; menningar-viðburðarmörkun, stakar auglýsingar fyrir prentmiðla og veggspjöld. Auglýsingastofan Döðlur hefur hannað markaðsefni- og kynningarefni Sinfóníunnar og óskum við þeim innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Hönnuðir eru Hörður Kristbjörnsson, Guðmundur Pétursson og Valur Þorsteinsson.

Hér að neðan má sjá sýnishorn af markaðsefni Sinfóníunnar.

SinfoSamantektA1_H