EN

17. apríl 2021

Sinfónían valin flytjandi ársins á Íslensku tónlistar-verðlaununum

Sinfóníuhljómsveit Íslands var valin flytjandi ársins sem hópur á Íslensku tónlistarverðlaununum í flokki sígildrar- og samtímatónlistar í kvöld. Hátíðin fór fram í Hörpu og var send út í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV. Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri hjómsveitarinnar, tók á móti verðlaununum í Hörpu og fór yfir þetta viðburðaríka og óvenjulega ár:

Árið 2020 var einstakt og hóftst af krafti. Við byrjuðum á því að fara í túr um Bretland og héldum glæsilega 70 ára afmælistónleika með Evu Ollikainen, nýjum aðalhljómsveitarstjóra hljómsveitarinnar. Árið varð hinsvegar svolítið einkennandi af óvissu, og var krefjandi, en við vorum samheldin og jákvæð. Við sýndum mikla hugmyndaauðgi og fórum af stað með alskonar viðburði; heimsendingar, útsendingar og útitónleika. Ég hugsa að á þessu ári hafi hljómsveitin spilað fyrir þann mesta fjölda sem um ræðir í sögu hljómsveitarinnar, þó svo að ansi margir hafi notið heima í stofu. Það var síðan afsakaplega ánægjulegt að fá síðla árs tilkynningu um að við værum tilnefnd ásamt Daníel Bjarnasyni til Grammy-verðlauna, sem er ekki bara mikill heiður fyrir hljómsveitina heldur íslenskt tónlistarlíf allt. 

Við þökkum innilega fyrir okkur og sjáumst vonandi sem fyrst á tónleikum hér í Hörpu. 

Sinfóníuhljómsveit Íslands hlaut einnig tilnefningu fyrir viðburð ársins fyrir 70 ára afmælistónleik hljómsveitarinnar en verðlaunin féllu í skaut Barokkbandsins Brák fyrir tónleika þeirra í Hörpu síðastliðið haust.