EN

2. júní 2017

Sinfóníuhljómsveitin leikur með Skólahljómsveit Kópavogs

Sinfóníuhljómsveit Íslands og Skólahljómsveit Kópavogs, SK, halda sameiginlega tónleika í Kórnum í Kópavogi í dag. Alls munu um 150 nemendur SK taka þátt, auk Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Nemendum og starfsfólki Vatnsendaskóla og Hörðuvallaskóla í Kópavogi, alls um 1.700 manns, verður boðið á tónleikana.

20170602_113557

Samstarf þessara tveggja hljómsveita hefur staðið í allan vetur og hlaut verkefnið í fyrradag Kópinn, viðurkenningu menntaráðs Kópavogs, fyrir framúrskarandi verkefni í skólastarfi. Skólahljómsveitin lék með Sinfóníunni á jólatónleikum hennar í Hörpu á aðventunni og nú á vordögum kom stjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í heimsókn á æfingar allra sveita SK. Tilgangurinn með verkefninu er tvíþættur, annars vegar að kynna ungum hljóðfæraleikurum sinfóníuhljómsveit, hljóðfæraleikara hennar og starf og hins vegar að bjóða nemendum grunnskólanna á sinfóníutónleika með þátttöku jafnaldra sinna.

20170602_094053

Verkefnið er hluti að metnaðarfullu fræðslustarfi Sinfóníunnar en árin 2015-2017 átti hljómsveitin í samstarfi við Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts.

Markmið Sinfóníunnar með fræðsluverkefni sem þessu er að vekja athygli á því  frábæra starfi sem unnið er skólahljómsveitum og að fá tækifæri til að stafa með og kynnast nemendum hljómsveitanna, bæði á þeirra heimavelli og í heimkynnum okkar í Hörpu. Með samspilinu skapast dýrmæt tengsl og vinátta milli tónlistarnemanna og okkar í  Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Segir Arna Kristin Einarsdóttir framkvæmdarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.