EN

22. janúar 2020

Skráning hafin í Ungsveitina

Skráning er hafin í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir haustið 2020. Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl. Verkefni Ungsveitarinnar að þessu sinni verður önnur sinfónía Sibeliusar undir stjórn Eivinds Aadland. Eivind hefur átt farsælt samstarf með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Ungsveitinni og náð þar framúrskarandi árangri.

Hljómsveitarnámskeið Ungsveitarinnar 2020 stendur frá mánudeginum 14. september til sunnudagsins 27. september. Hljómsveitarnámskeiðinu lýkur með glæsilegum stórtónleikum í Eldborg, Hörpu, sunnudaginn 27. september kl. 17:00.

Prufuspil verða haldin í Hörpu mánudaginn 4. maí og þriðjudaginn 5. maí. 

Allir nemendur þurfa að sækja um til að leika með hljómsveitinni, líka þeir sem spiluðu með síðast. Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um hljómsveitarnámskeiðið.

Smelltu á hnappinn til að hlaða niður umsóknareyðublaði fyrir Ungsveitina:

UMSÓKNAREYÐUBLAÐ FYRIR Ungsveitina 2020