EN

12. júní 2017

Nýtt starfsár kynnt til leiks

Dagskráin á næsta starfári verður fjölbreytt og glæsileg, prýdd úrvalsliði innlendra og erlendar listamanna. Kynningarbæklingur hefur verið borinn í hús til áskrifenda og endurnýjun er hafin hér á sinfonia.is.

Lausamiðasala og sala nýrra áskrifta er hafin í miðasölu Hörpu og hér á vef hljómsveitarinnar.

Áskriftaraðir Endurnýja


Endurnýjun aldrei verið auðveldari

Endurnýjun áskrifta fyrir næsta starfsár hefst í dag í miðasölu Hörpu og á vef hljómsveitarinnar. Þar er hægt að ganga frá endurnýjun áskrifta á einfaldan og öruggan hátt. Áskrifendur með föst sæti njóta forgangs að sætum sínum til 15. ágúst.

Endurnýjaðu áskriftina fyrir sumarfrí

Áskrifendur eru hvattir til að endurnýja fyrir sumarfrí þar sem mikið álag getur skapast í miðasölu þegar almenn miðasala hefts. Áskrifendur njóta forgangs að föstum sætum til 15. ágúst. Í miðasölu Hörpu er boðið upp á léttgreiðslur.

Endurnýja Regnbogakort