EN

2. september 2019

Starfsárið 2019/20

Nýtt starfsár hefur verið kynnt til leiks. Dagskráin verður einstaklega fjölbreytt og glæsileg, prýdd úrvalsliði innlendra og erlendra listamanna. Hljómsveitin fagnar 70 ára afmæli sínu í mars 2020 og þeim tímamótum verður fagnað með nokkrum sérstaklega glæsilegum tónleikum á næsta ári.

Endurnýja áskrift  Endurnýja Regnbogakort Áskriftasala


Endurnýjun, sala nýrra áskrifta og almenn miðasla er hafin í miðasölu Hörpu og hér á vef hljómsveitarinnar.

Kynningarbæklingur hefur verið borinn í hús til áskrifenda. Hægt er að fá bæklinginn sendan heim með því að senda póst á sinfonia@sinfonia.is.