EN

28. ágúst 2019

Svanavatnið í Eldborg 21.-23. nóvember

St. Petersburg Festival Ballet snýr aftur í Hörpu og sýnir Svanavatnið við tónlist Pjotrs Tsjajkvoskíjs í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Alls verða þrjár ballettsýningar dagana 21. - 23. nóvember en sýningar dansflokksins hafa fest sig í sessi á Íslandi og börn jafnt sem fullorðnir hlakka árlega til þess að njóta uppfærslunnar.

Kaupa miða

 


Þessi vinsæli klassíski ballett segir söguna af prinsessunni Odette, sem illur galdramaður breytir í svan. Þegar Siegfried prins er á veiðum kemur hann auga óvenjulegan og undurfagran svan. Hann býst til að skjóta svaninn en þá breytist fuglinn í hina fögru Odette. Hún segir prinsinum að hún sé prinsessa sem illur galdramaður hafi hneppt í álög. Að degi til er hún í svansmynd og syndir á vatni sem myndast hefur úr tárum hennar. Að næturlagi er hún í mannsmynd. Eina leiðin til að létta álögunum af henni er að prins heiti henni eilífri ást og tryggð. Hún segir Siegfried prins að neiti hann henni verði hún svanur það sem eftir er ævinnar. Prinsinn verður ástfanginn af Odette, en illi galdramaðurinn leggur á hann álög þannig að hann biður í ógáti um hönd annarrar konu. Odette hótar að drepa sig og kastar sér í vatnið. Yfirkominn af sorg stekkur prinsinn á eftir henni. Elskendurnir sameinast að lokum eftir dauðann.