EN

9. febrúar 2020

Tónleikaferð til Bretlands

Sinfóníuhljómsveit Íslands er á tónleikaferðalagi í Bretlands og er þetta fyrsta tónleikaferðalagið sem hljómsveitin fer í þar í landi. Áður hefur hljómsveitin aðeins haldið eina tónleika í Bretlandi, á Proms-tónlistarhátíð BBC sumarið 2014. Í þetta sinn verða tónleikar hljómsveitarinnar átta talsins og leikur hún í nokkrum fremstu tónleikahúsum Bretlands , m.a. Symphony Hall í Birmingham, Usher Hall í Edinborg og Cadogan Hall í Lundúnum. Fyrstu tónleikar ferðarinnar voru í Royal Concert Hall í Nottingham á laugardagsvköldið en salurinn var hannaður af sömu hljóðhönnuðum og teiknuðu Hörpu.

84655533_2999248873432490_4608581714850086912_o

Yan Pascal Tortelier, fyrrum aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, stjórnar en Anna Þorvaldsdóttir, staðartónskáld hljómsveitarinnar, verður einnig með í för og mun taka þátt í kynningu á verkum sínum tónleikastöðum. Þá koma til liðs við hljómsveitina tveir heimskunnir einleikarar sem skiptast á að leika píanókonsert Ravels fyrir vinstri hönd, Jean-Efflam Bavouzet og Yeol Eum Son.

 

The Telegraph valdi tónleika hljómsveitarinnar í ferðinni sem eina af áhugaverðustu tónleikum framundan í Bretlandi.