EN

20. janúar 2021

Tónleikar í febrúar

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur nú bætt við dagskrá sína tónleikum í febrúar og hefst miðasala fimmtudaginn 21. janúar kl. 8:00. Eva Ollikainen aðalstjórnandi hljómsveitarinnar stjórnar fernum klukkustundarlöngum tónleikum á fimmtudagskvöldum í Eldborg ásamt fjölskyldutónleikum með Maxímús Músíkús.

Skoða dagskráÍ samræmi við sóttvarnarlög er sætaframboð á tónleikana takmarkað við 100 manns í hvert sóttvarnarhólf og eru tvö auð sæti milli pantana.