EN

14. janúar 2022

Tónleikum út febrúar aflýst eða frestað

Í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar og hertra samkomutakmarkana reynist óhjákvæmilegt að fresta eða aflýsa tónleikum og viðburðum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem ráðgerðir voru í janúar og febrúar. 

Eftirfarandi viðburðum hefur verið frestað eða aflýst:

  • Vínartónleikar 6., 7. og 8. janúar - frestað
  • Ungir einleikarar 13. janúar - frestað
  • Shostakovitsj og Barber 20. janúar - frestað
  • Ferð án fyrirheits 27. janúar - aflýst
  • Hádegistónleikar 28. janúar - aflýst
  • Ævintýrið um Töfraflautuna 12. febrúar - aflýst
  • Valkyrjan 24. og 26. febrúar - aflýst


Miðar á þá tónleika sem frestað er gilda í öllum tilfellum áfram á nýjar dagsetningar og miðahafar sem óska eftir að halda miðunum þurfa ekkert að aðhafast frekar. Sé óskað eftir að fá miðana endurgreidda má hafa samband við miðasölu Hörpu í síma 528 5050 eða með tölvupósti á midasala@harpa.is.

Miðar á þá tónleika og viðburði sem búið er að aflýsa verða endurgreiddir að fullu og gerist það sjálfkrafa hafi miðarnir verið greiddir með greiðslukorti í vefsölu. Í öðrum tilfellum eða ef spurningar vakna, vinsamlegast hafið samband við miðasölu Hörpu í síma 528 5050 eða með tölvupósti á midasala@harpa.is.

Við þökkum þér fyrir að sýna þessum ráðstöfunum skilning og vonumst til að sjá þig fljótt aftur á tónleikum okkar í Hörpu.