EN

27. janúar 2017

Opið fyrir umsóknir í Ungsveitina

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Ungsveit SÍ 2017. Umsóknarfrestur er til miðnættis
1. apríl en tónleikar hljómsveitarinnar fara fram í Eldborg þann 24. september 2017 kl. 17:00.
Verkefni Ungsveitarinnar í ár er Vorblót Stravinskíjs undir stjórn Daniels Raiskins.

Eitt mikilvægasta hlutverk sinfóníuhljómsveita um allan heim er að miðla þekkingu sinni og áhuga til nýrra kynslóða hljóðfæraleikara. Frá árinu 2009 hafa tæplega hundrað ungmenni úr tónlistarskólum landsins safnast saman árlega undir merkjum Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og náð undraverðum árangri. 

Nánar