EN

25. september 2017

Ungsveitin sigri hrósandi!

 

Það ríkti mikil gleði á tónleikum Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eftir flutning þeirra á Vorblóti Stravinskíjs síðastliðinn sunnudag. Aldrei hafa fleiri verið í Ungsveitinni enda er Vorblótið krefjandi tónverk samið fyrir risavaxna hljómsveit. 

Ungsveitin hefur vakið verðskuldaða athygli en sveitin hlaut viðurkenninguna Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2016.

Tónleikarnir voru teknir upp og sendir út á Rás 1 25. september og eru aðgengilegir hér á Sarpinum.