EN

5. mars 2019

Upptökur í vikunni með Sono Luminus

Í vikunni standa yfir upptökur í Norðurljósum á íslenskum hljómsveitarverkum fyrir Sono Luminus útgáfuna. Hljómsveitinni er raðað í hring og Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri er staðsettur í miðjunni. Hljóðið er tekið upp í einskonar þrívídd þannig að hlustandanum líður eins og hann sé staddur í hljómsveitinni miðri. Fyrsti diskurinn, Recurrence, var tekinn upp á sama hátt og var valin plata ársins í sígildri- og samtímatónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum 2018.

Síðar á þessu ári koma út tveir diskar með verkum eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Pál Ragnar Pálsson, Þuríði Jónsdóttur, Hauk Tómasson, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur, Magnús Blöndal og Veronique Vöku Jacques.