Beint streymi frá tónleikum 30. nóvember með Víkingi Heiðari
Víkingur Heiðar mun leika píanókonsert nr. 24 eftir Mozart á tvennum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands 30. nóvember og 1. desember. Báðir tónleikarnir eru uppseldir en tónleikunum 30. nóvember verður sjónvarpað í beinni útsendingu á vef hljómsveitarinnar.
Vinafélag Sinfóníunnar stendur einnig fyrir tónleikakynningu með Víkingi þriðjudaginn 28. nóvember kl. 20:00 í Norðurljósum. Þar mun Víkingur segja frá konsertinum auk þess sem hann mun leika fjölmörg tóndæmi. Aðgangur er ókeypis.
- Eldri frétt
- Næsta frétt