EN

16. október 2019

Víkingur valinn listamaður ársins af Gramophone

Víkingur Heiðar Ólafsson var valinn listamaður ársins 2019 á Gramophone-verðlaununum í London í dag. Þetta eru stórtíðindi fyrir íslenskt tónlistarlíf en einungis fremstu tónlistarmenn heims hafa hlotið þessa viðurkenningu og má þar nefna listamenn á borð við Daniil Trifonov, Luciano Pavarotti, Simon Rattle, Yo-Yo Ma, Martha Argerich, Cecilia Bartoli, Hilary Hahn, Gustavo Dudamel og Yuja Wang.

Screenshot-2019-10-16-at-18.00.09

Víkingur veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í London í dag

Víkingur hefur notið mikillar velgengni að undanförnu fyrir nýjustu plötuna sína með verkum eftir Bach sem kom út á vegum Deutsche Grammophon. Tónlistarverðlaunin BBC Music Magazine völdu hana sem plötu ársins, hin virtu þýsku verðlaun OPUS KLASSIK völdu hana bestu píanóplötu ársins og var platan einnig valin plata ársins í flokki klassískrar tónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum.

Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur næst með Víkingi í Eldborg fimmtudaginn 7. nóvember en strax seldist upp á tónleikana og eru aukatónleikar föstudaginn 8. nóvember komnir í sölu hér. Síðar í mánuðinum heldur hljómsveitin í tónleikaferðalag um Þýskaland og Austurríkis með Víkingi og Daníel Bjarnasyni og heldur tónleika í München, Salzburg og Berlín.