Fréttasafn
2014 (Síða 4)
Fyrirsagnalisti

Kvöldstund með Víkingi -fyrirlestur 20. janúar
Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands stendur fyrir fræðandi og skemmtilegri kvöldstund með Víkingi Heiðari Ólafssyni píanóleikara í Norðurljósasal Hörpu mánudaginn 20. janúar kl. 20.
Víkingur Heiðar mun fjalla um Píanókonsertinn í D-moll eftir Brahms sem hann flytur ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Cristian Mandeal á tónleikum sveitarinnar í Hörpu 23. og 24. janúar.
Víkingur Heiðar mun auk þess tala almennt um tónskáldið og helstu einkenni tónsmíða hans. Hann mun fjalla um túlkunarmöguleika í píanókonsertinum og um ferlið við að læra verkið en hann flytur konsertinn í fyrsta sinn opinberlega með Sinfóníuhljómsveitinni.
Allt fer þetta að sjálfsöguðu fram við flygilinn þar sem Víkingur mun leika fjölmörg tóndæmi.
Allir eru hjartanlega velkomnir - aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Síða 4 af 4
- Nýrri fréttir
- Eldri fréttir