EN

8. febrúar 2018

4.500 nemendur á skólatónleikum í vikunni

Sinfóníuhljómsveit Íslands tekur á móti um 4.500 nemendum á fimm skólatónleikum í Eldborg í vikunni. Ævar Þór vísindamaður hefur valið ævintýralega tónlist sem hann kynnir fyrir nemendum úr 4. - 7. bekk grunnskólanna. Á tónleikunum hljómar meðal annars tónlist úr kvikmyndunum Harry Potter, Hringadróttinssögu og Draugabönum, ásamt glænýju tónverki sem unnið var upp úr verðlaunabókinni Þín eigin Þjóðsaga. Hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson. 

Tónleikunum verður einnig streymt beint til grunnskóla um land allt. Hægt er að nálgast streymið hér á vef hljómsveitarinnar.

Ævintýratónleikar Ævars verða einnig á dagskrá í tónleikaröðinni Litli tónsprotinn á laugardag kl. 14 og 16.

Nemendur eftirtalinna skóla sækja skólatónleika að þessu sinni:
Alþjóðaskólinn á Íslandi, Austurbæjarskóli, Ártúnsskóli, Áslandsskóli, Barnaskólinn í Reykjavík, Breiðagerðisskóli, Breiðholtsskóli, Brúarskóli, Fellaskóli, Flataskóli, Foldaskóli, Fossvogsskóli, Grandaskóli, Grunnskóli Seltjarnarness, Háaleitisskóli Hvassaleiti, Háaleitisskóli-Álftamýri, Hofsstaðaskóli, Húsaskóli, Landakotsskóli, Laugarnesskóli, Lágafellsskóli, Lækjarskóli Hafnarfirði, Melaskóli, Salaskóli, Selásskóli, Setbergsskóli, Sjálandsskóli , Skardshlidarskoli, Skólahljómsveit Kópavogs, Smáraskóli, Varmárskóli, Waldorfskólinn í Lækjarbotnum, Waldorfskólinn Sólstafir og Öldutúnsskóli.