Ábyrgt tónleikahald í Hörpu
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Harpa leggja áherslu á ábyrgt viðburðahald og fylgja í einu og öllu núgildandi reglum og viðmiðum um samkomutakmarkanir. Í samræmi við sóttvarnarlög er sætaframboð á tónleika takmarkað við 200 gesti í fjórum sóttvarnarhólfum og í það minnsta eitt autt sæti er á milli allra pantana í Eldborg, ásamt því að grímuskylda er á alla viðburði í Hörpu. Stöndum saman, við erum öll almannavarnir.
Hér má lesa leiðbeiningar til tónleikagesta.
- Eldri frétt
- Næsta frétt