EN

16. október 2017

Íslensk tónskáld á Airwaves

Á tónleikum Sinfóníunnar Airwaves í ár hljóma verk eftir fjögur íslensk tónskáld sem vakið hafa mikla athygli á síðustu árum. Anna Þorvaldsdóttir hlaut Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs 2012 fyrir verk sitt, Dreymi, og bæði Þuríður Jónsdóttir og Hildur Guðnadóttir voru tilnefndar til sömu verðlauna fyrir verkin sem hljóma á þessum tónleikum ásamt Aequora eftir Maríu Huld Markan. Hljómsveitarstjóri á tónleikunum er Anna-Maria Helsing.

Tónleikar Sinfóníuhljómsveit Íslands á Iceland Airwaves-hátíðinni hafa þá sérstöðu að hægt er að kaupa á þá staka miða ólíkt öðrum tónleikum hátíðarinnar. Þannig gefst þeim er ekki eiga miða á hátíðina tækifæri á að upplifa magnaða tónleika meðan á þessari stærstu tónlistarhátíð landsins stendur. Miðaverði á tónleikana er stillt í hóf.

Kaupa miða á tónleikana