EN

16. mars 2018

Frumflutningur á Eddu II - Líf guðanna eftir Jón Leifs

Edda er stærsta verk Jóns Leifs og eitt metnaðarfyllsta tónverk íslenskrar tónlistarsögu, risavaxin tónsmíð byggð á textum úr Eddukvæðum og Snorra-Eddu. 

Fyrsti hluti verksins, Edda I: Sköpun heimsins, var frumfluttur í heild árið 2006 og útgáfa verksins á geisladiski vakti heimsathygli og fékk frábæra dóma. 

Það er stórviðburður í íslensku tónlistarlífi að Edda II sem Jón Leifs samdi fyrir meira en hálfri öld og var á sínum tíma stærsta verk sem íslenskt tónskáld hafði samið, skuli nú loksins vera frumflutt. 

Tónleikarnir eru hluti af opinberri hátíðardagskrá í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands.