EN

24. mars 2020

Streymi og heimsendingar

Á tímum samkomubanns býður Sinfóníuhljómsveit Íslands upp á reglulegar heimsendingar til landsmanna. Fimmtudagskvöld eru áfram Sinfóníukvöld og verður völdum tónleikum sjónvarpað í heild sinni á RÚV og hér á vef hljómsveitarinnar. Vinsælar heimsendingar Sinfó á samfélagsmiðlum halda áfram og hljómsveitin tekur þátt í beinu streymi í samvinnu við Hörpu og Íslensku óperuna kl. 11.00 flesta morgna á meðan samkomubann varir.