EN

16. september 2020

Hljómsveitarstjóra-akademía Sinfóníunnar 2020

Sinfóníuhljómsveit Íslands kynnir nýjung í tónlistarnámi ungmenna á Íslandi, hljómsveitarstjóranám í Hljómsveitarstjóra-akademíu Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn og leiðsögn Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstóra og Bjarna Frímanns Bjarnasonar staðarhljómsveitarstjóra.

Akademían er fyrst og fremst vettvangur nemenda sem lokið hafa miðprófi hið minnsta í hljóðfæraleik eða söng. Hljómsveitarstjóra-akademían fer fram laugardaginn 26. september nk. í Eldborg í Hörpu þar sem unnið verður með sinfóníu nr. 4 eftir Beethoven undir stjórn Evu Ollikainen.

Takmarkaður fjöldi kemst að í Hljómsveitarstjóra-akademíunni og getur hljómsveitin ekki lofað öllum umsækjendum sæti.

Til undirbúnings þurfa nemendur að kynna sér sinfóníu nr. 4 eftir Beethoven vel, bæði hljóðrit og raddskrá (hægt að hlaða niður af netinu), ásamt því að velja sér þátt úr sinfóníunni til að stjórna.

Sækja raddskrá    Sækja upptöku

 

Áhugasamir eru beðnir um að senda póst á netfangið hjordis@sinfonia.is fyrir miðnætti fimmtudaginn 17. september nk.

Í umsókninni þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram:

  • Fullt nafn
  • Kennitala
  • Hljóðfæri sem umsækjendur leikur á
  • Tónlistarskóli þar sem umsækjandi sækir nám

Dagskrá Hljómsveitarstjóra-akademíu SÍ 2020

Laugardagur 26. september

12:30-15:30 –  Eva stjórnar Sinfóníuhljómsveitinni í sinfóníu nr. 4 eftir Beethoven, kynnir verkefnið og ræðir við þátttakendur. Nemendur akademíunnar stjórna Sinfóníuhljómsveitinni í völdum þætti úr fjórðu sinfóníunni. Viðburðurinn er opinn gestum.