EN

1. febrúar 2021

Hljómsveitarstjóra-akademía Sinfóníunnar heldur áfram

Hljómsveitarstjóra-akademía Sinfóníuhljómsveitar Íslands hóf göngu sína síðastliðið haust en þar fengu ungir og efnilegir tónlistarnemendur tækifærti til að stjórna hljómsveitinni undir leiðsögn Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstóra og Bjarna Frímanns Bjarnasonar staðarhljómsveitarstjóra.

Ríflega 20 nemendur tóku þátt í námskeiðinu fyrstu helgina þar sem unnið var með sinfóníu nr. 4 eftir Beethoven. Í framhaldi voru sex nemendur valdir til áframhaldandi þátttöku og mun fyrsta vinnustofan vera haldin föstudaginn 5. febrúar og munu þau  síðan hittast reglulega í vetur og þróa hæfni sína á stjórnendapallinu undir handleiðslu Evu og Bjarna.