EN

13. febrúar 2023

Hljómsveitin minnist Páls Pampichler Páls­sonar

Páll Pampichler Páls­son hljóm­sveit­ar­stjóri og tón­skáld lést 10. febrúar sl. í fæðingarborg sinni Graz í Austurríki á 95. ald­ursári. Við erum einstaklega þakklát fyrir framlag Páls til Sinfóníuhljómsveitar Íslands og íslenskrar menningar. Páll gegndi stöðu trompetleikara í hljómsveitinni í um tíu ár, allt frá stofnun hennar. Hann stjórnaði hljómsveitinni fyrst árið 1957 og síðan reglulega í fjörutíu ár, síðast á Vínartónleikum sveitarinnar árið 1997.

Páll var frumkvöðull í íslensku tónlistarlífi og boðberi íslenskrar tónlistar erlendis. Fyrir tónverk hans og útsetningar, kennslu og hljómsveitar– og kórstjórn getum við seint fullþakkað. Minningin um Pál Pampichler Pálsson mun lifa um ókomin ár.