EN

15. febrúar 2023

Ævintýrið um töfraflautuna á skólatónleikum

Í vikunni heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands fimm skólatónleika og á von á allt að fjögurþúsund grunnskólanemum í heimsókn á miðvikudag, fimmtudag og föstudag í Eldborg.

Á tónleikunum flytur hljómsveitin Ævintýrið um töfraflautuna eftir Mozart í styttri gerð en verkið er ein dáðasta ópera sögunnar. Fimm íslenskir söngvarar flytja ævintýrið með hljómsveitinni, þau Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað, Sveinn Dúa Hjörleifsson, Jóhann Kristinsson, Harpa Ósk Björnsdóttir og Bryndís Guðjónsdóttir. Sögumaður er Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikkona sem lýsir framvindunni með kímnigáfu að leiðarljósi.