EN

18. ágúst 2018

Hnotubrjótinn í Eldborg 22. - 24. nóvember

St. Petersburg Festival Ballet snýr aftur í Hörpu og sýnir Hnotubrjótinn við tónlist Pjotrs Tsjajkvoskíjs í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Alls verða fjórar ballettsýningar dagana 22. - 24. nóvember en sýningar dansflokksins hafa fest sig í sessi á Íslandi og börn jafnt sem fullorðnir hlakka árlega til þess að njóta uppfærslunnar.

Kaupa miðaHnotubrjóturinn er einn vinsælasti ballett sögunnar. Hrífandi tónlist Tsjajkovskíjs skapar töfrandi jólastemningu þar sem allt getur gerst. Ballettinn er ómissandi hluti af jóladagskrá margra tónleikahúsa erlendis og börn jafnt sem fullorðnir hlakka árlega til þess að njóta uppfærslunnar.

Sinfóníuhjómsveit Íslands leikur undir sýningum ballettsins í Eldborg. Hljómsveitin hefur tekið þátt í ýmsum ballettuppfærslum í gegnum tíðina. Má þar nefna samvinnu við Þjóðleikhúsið, ballettinn Baldr eftir Jón Leifs sem var fluttur árið 2000 þegar Reykjavík var menningarborg og Vorblótið og Petrushka eftir Stravinskíj, uppfærslur sem fluttar voru í samvinnu við Íslenska dansflokkinn á Listahátíð í Reykjavík 2013. Tónlist Tsjajkovskíjs er tíður gestur á tónleikaskrám Sinfóníuhljómsveitarinnar en á síðasta ári lék hljómsveitin í uppfærslu St. Petersburg Festival Ballet á Þyrnirós.

KAUPA MIÐA