EN

27. janúar 2023

Hópferð á tónleika í Edinborg 22.-25. apríl

*Athugið ferðinni hefur verið aflýst, ekki náðist næg þátttaka. 

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur í tónleikaferð til Bretlands í apríl 2023 og heldur tónleika í sjö borgum undir stjórn Evu Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóra. 

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands býður áhugasömum upp á hópferð til Edinborgar á tónleika hljómsveitarinnar í hinu glæsilega tónlistarhúsi Usher Hall 23. apríl kl. 15:00. Á tónleikunum spilar breski píanóleikarinn Stephen Hough píanókonsert nr. 2 eftir Rakhmanínov. Önnur verk á efnisskránni eru 5. sinfónía Tsjajkovskíjs og METACOSMOS eftir Önnu Þorvaldsdóttur, staðartónskáld hljómsveitarinnar.

Flogið verður með Icelandair til Glasgow þar sem lent er þann 22. apríl kl. 10:15 Þaðan verður farið með rútu til Edinborgar sem tekur rúma klukkustund. Flogið er heim frá Glasgow 25. apríl kl. 13:40. Gist verður á Indigo Hotel Edinburgh Princes Street, en það er fjögurra stjörnu hótel vel staðsett í hjarta borgarinnar. Í boði er gisting í eins og tveggja manna herbergjum. Hópferð Vinafélagsins er á vegum Reykjavík Culture Travel og kostar 175.000 kr. á mann í tvíbýli og 240.000 kr. á mann í einbýli. Starfsmaður Reykjavík Culture Travel verður á staðnum meðan á ferðinni stendur og verður hópnum innan handar.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um hópferðina til Ediborgar

Smelltu hér til að lesa meira um tónleikaferðina til Bretlands  

Fyrir bókanir og fyrirspurnir vinsamlegast sendið tölvupóst á info@reykjavikculturetravel.is.