EN

17. september 2019

Hópferð á tónleika Sinfóníunnar í Berlín 17. nóv.

Dagana 16. – 19. nóvember 2019

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands býður áhugasömum upp á hópferð til Berlínar á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands með Víkingi Heiðari Ólafssyni og Daníel Bjarnasyni í Konzerthaus Berlín 17. nóvember. Ferðin er á vegum Reykjavík Culture Travel og kostar 103.000 kr.* á mann í tvíbýli eða 131.000 kr.* á mann í einbýli en innifalið er flug, gisting og miði á tónleika hljómsveitarinnar í Konzerthaus Berlín. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð hljómsveitarinnar til Þýskalands og Austurríkis en auk Berlínar heldur sveitin tónleika í München og Salzburg. Tónleikarnir í Berlín eru hluti af Íslandshátíð sem fram fer í Konzerthaus Berlín dagana 14. – 17. nóvember.

Flogið verður til Berlínar 16. nóvember með Icelandair og lendir vélin kl. 12:05 í Berlín. Gist verður á Mercure Hotel sem er fjögurra stjörnu hótel staðsett einungis tæpum kílómetra frá tónleikahúsinu Konzerthaus Berlin. Í boði er gisting í eins og tveggja manna herbergjum. Miði á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands á besta stað er einnig innifalinn í verði. Flogið verður heim þriðjudaginn 19. nóvember kl. 13:05 með Icelandair.

Hægt er að bóka sig í ferðina hjá ferðaskrifstofunni Reykjavík Culture Travel í netfangið info@reykjavikculturetravel.is til og með 3. október.

Nokkrir áhugaverðir tónleikar eru í boði á meðan á dvölinni í Berlin stendur, t.d. tónleikar á Íslandshátíðinni í Konzerthaus Berlin og óperan Tosca sem Deutsche Oper Berlin sýnir þann 16. nóvember. Reykjavik Culture Travel getur aðstoðað við bókanir á tónleikana.

Innifalið í verði er:

  • Flug fram og til baka með Icelandair.
  • Gisting í þrjár nætur á Mercure 4* hótel með morgunverði.
  • Miðar á besta stað á tónleikum Sinfoníuhljómsveitar Íslands í Konzerthaus Berlin.

 

*Verð miðast við gengi 7. ágúst 2019 og getur breyst ef umtalsverð breyting verður á gengi.