EN

18. desember 2017

Jólagleði um borg og bý

Sinfóníuhljómsveit Íslands er í sannkölluðu jólaskapi og fer í sína árlegu jólaferð um borg og bý næstkomandi þriðjudag. Hjómsveitin byrjar á heimavelli og heldur opna tónleika kl. 11.30 þar sem flutt verður falleg jólatónlist í forsölum Hörpu fyrir framan Eldborg. Tónleikarnir eru haldnir í góðu samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi og eru allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Þaðan er ferðinni heitið á Hrafnistu í Hafnarfirði það sem leikið verður fyrir heimilisfólk. Að lokum heldur sveitin tónleika í við jólatréð í Kringlunni kl. 16 og léttir gestum lundina í öllu jólaamstrinu.