EN

2. október 2018

Leikskóla og grunnskólatónleikar í vikunni

Í þessari viku komu 4.000 nemendur úr leikskólum og 1. og 2. bekk grunnskóla í heimsókn til Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Á tónleikunum hljómaði tónlistarævintýrið Drekinn innra með mér eftir Lailu Margréti Arnþórsdóttur og Elínu Gunnlaugsdóttur. Þórunn Arna Kristjánsdóttir flutti söguna um litla stúlku sem kemst að því að það býr dreki innra með henni. Drekinn er oftast ljúfur en á það til að skipta skapi á augabragði og í sögunni lærir hún að takast á við drekann sinn og tilfinningar sínar.

Skólatónleikarnir eru líður í öflugu og metnaðarfullu fræðslustarfi hljómsveitarinnar en á hverju ári býður hún rúmlega 15.000 nemendum á skólatónleika í Hörpu.