EN

  • goi_stor

14. febrúar 2014

6000 grunnskólanemar koma í heimsókn í vikunni


 

Í þessari viku býður Sinfóníuhljómsveit Íslands 6000 grunnskólanemum á skólatónleika í Eldborg í Hörpu.

Á tónleikunum lifnar töfraheimur kvikmyndanna við í meðförum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem leikur ódauðlegar perlur af hvíta tjaldinu,  glæsilegar syrpur í hljómsveitarbúningi og eftirlætislögin úr ýmsum kvikmyndunum. Tónlistin öðlast nýja vídd í líflegum kynningum og leikrænum tilþrifum leikarans knáa, Góa. Hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson.

Haldnir verða alls  fimm skólatónleikar að þessu sinni og eru þeir  liður í metnaðarfullu fræðslustarfi sveitarinnar. Árlega eru  haldnir fjölmargir tónleikar fyrir nemendur, allt frá leikskólaaldri upp í menntaskólanema, þar sem ungu fólki gefst tækifæri á að kynnast klassískri tónlist í tali og tónum.